1892

Ísafold, 16. jan. 1892, 19. árg., 5. tbl., forsíða:

Landsbúskapurinn 1892.
II. (síðari kafli.)
Um daginn var gjörð grein fyrir, hvað landssjóður býst við að hafa í tekjur á þessu ári. Getur sumt af því auðvitað orðið minna en við er búist, en sumt getur líka orðið meira, og er þing og stjórn nú orðin svo vön við að gjöra sínar búskaparáætlanir, eftir nær 20 ára hokur, að allt kemur að jafnaði nokkurn veginn heim. Það var harðærið og bindindis-hreyfingin, sem olli stórkostlegu hruni í brennivínstollinum fyrir nokkrum árum, - en hann var áður sterkasta reipið, - er mestan hallann hefir gert.
Þá er nú að virða fyrir sér útgjöldin, sem landssjóður verður að hafa eða býst við að hafa á þessu ári. Þau nema alls hér um bil réttri ½ milljón króna, og skal nú gerð nokkur frekari grein fyrir þeim.
¿.
Þar af stendur til, eða stóð til, að varið yrði til samgöngumála framt að 100.000; en sparist þær 21.000, er veittar voru til strandferða, verður sá kostnaður ekki nema nál. 76.000.
Stærsti liðurinn í þeirri upphæð, eða nær helmingur hennar, er vegabótafé, um 36.000 alls. Og næstur honum póstferðakostnaðurinn, er nemur 28.000, að frádregnum væntanlegum tekjum af póstferðunum. Hitt, 12.000 kr., er ætlað til gufubátsferða, og verður fráleitt notað nema nokkuð af því.
¿


Ísafold, 16. jan. 1892, 19. árg., 5. tbl., forsíða:

Landsbúskapurinn 1892.
II. (síðari kafli.)
Um daginn var gjörð grein fyrir, hvað landssjóður býst við að hafa í tekjur á þessu ári. Getur sumt af því auðvitað orðið minna en við er búist, en sumt getur líka orðið meira, og er þing og stjórn nú orðin svo vön við að gjöra sínar búskaparáætlanir, eftir nær 20 ára hokur, að allt kemur að jafnaði nokkurn veginn heim. Það var harðærið og bindindis-hreyfingin, sem olli stórkostlegu hruni í brennivínstollinum fyrir nokkrum árum, - en hann var áður sterkasta reipið, - er mestan hallann hefir gert.
Þá er nú að virða fyrir sér útgjöldin, sem landssjóður verður að hafa eða býst við að hafa á þessu ári. Þau nema alls hér um bil réttri ½ milljón króna, og skal nú gerð nokkur frekari grein fyrir þeim.
¿.
Þar af stendur til, eða stóð til, að varið yrði til samgöngumála framt að 100.000; en sparist þær 21.000, er veittar voru til strandferða, verður sá kostnaður ekki nema nál. 76.000.
Stærsti liðurinn í þeirri upphæð, eða nær helmingur hennar, er vegabótafé, um 36.000 alls. Og næstur honum póstferðakostnaðurinn, er nemur 28.000, að frádregnum væntanlegum tekjum af póstferðunum. Hitt, 12.000 kr., er ætlað til gufubátsferða, og verður fráleitt notað nema nokkuð af því.
¿