1892

Austri, 12. jan. 1892, 2. árg., 1. tbl., forsíða:

Ávarp.
frá ritstjóranum til kaupendanna.
Kæru kaupendur!
Um leið og Austri byrjar annan árgang sinn þykir oss vel við eiga, að ávarpa yður með nokkrum orðum.
¿¿.
Annað eitthvert mesta velferðarmál vor Íslendinga er samgöngumálið. Það er víst að enginn landsfjórðunganna hefir orðið eins illa útundan með greiðar samgöngur á landi og umbætur á alförnustu þjóðvegum sem Austfirðingafjórðungurinn. Allt frá Reykja- og Tunguheiði á Tjörnesi og alla leið austur hingað má ekki heita að hafi verið tekinn steinn úr götu eða brúuð á. Engir fjallvegir ruddir og fáir varðaðir að nokkru gagni. En aðalpóstleiðin lögð um fjöll og firnindi, en ekki um byggðir landsins. En á sjó fer öll Norður-Þingeyjarsýsla hjá hagsmunum þeim, er hún gæti haft af strandferðaskipunum. Þetta er hróplegt ranglæti, að láta þennan hluta landsins, (sem víst mun þó leggja ríflega í landssjóð að sínum hluta) verða svo herfilega útundan, er um helstu umbætur er að ræða í samgöngum á sjó og landi. Alþingi gleymir alveg Norður-Þingeyingum í strandferða-málinu, og landstjórnin gjörir engar umbætur á póstgöngunum, þrátt fyrir tillögur Alþingis. Að umbætur fáist á samgöngum vorum á sjó og landi á vegum vorum, vill Austri styðja af fremsta megni.
¿


Austri, 12. jan. 1892, 2. árg., 1. tbl., forsíða:

Ávarp.
frá ritstjóranum til kaupendanna.
Kæru kaupendur!
Um leið og Austri byrjar annan árgang sinn þykir oss vel við eiga, að ávarpa yður með nokkrum orðum.
¿¿.
Annað eitthvert mesta velferðarmál vor Íslendinga er samgöngumálið. Það er víst að enginn landsfjórðunganna hefir orðið eins illa útundan með greiðar samgöngur á landi og umbætur á alförnustu þjóðvegum sem Austfirðingafjórðungurinn. Allt frá Reykja- og Tunguheiði á Tjörnesi og alla leið austur hingað má ekki heita að hafi verið tekinn steinn úr götu eða brúuð á. Engir fjallvegir ruddir og fáir varðaðir að nokkru gagni. En aðalpóstleiðin lögð um fjöll og firnindi, en ekki um byggðir landsins. En á sjó fer öll Norður-Þingeyjarsýsla hjá hagsmunum þeim, er hún gæti haft af strandferðaskipunum. Þetta er hróplegt ranglæti, að láta þennan hluta landsins, (sem víst mun þó leggja ríflega í landssjóð að sínum hluta) verða svo herfilega útundan, er um helstu umbætur er að ræða í samgöngum á sjó og landi. Alþingi gleymir alveg Norður-Þingeyingum í strandferða-málinu, og landstjórnin gjörir engar umbætur á póstgöngunum, þrátt fyrir tillögur Alþingis. Að umbætur fáist á samgöngum vorum á sjó og landi á vegum vorum, vill Austri styðja af fremsta megni.
¿