1892

Austri, 10. feb. 1892, 2. árg., 4. tbl., forsíða:

Sigling í Lagarfljótsós.
Eftir Einar prest Jónsson á Kirkjubæ.
¿¿
Það segir sig sjálft, að ef þetta mikla hérað hefði hentuga höfn við Héraðsflóa með öflugum verslunarstað, þá væri það sjálfkjörið, til að bera ægishjálm yfir öllum Austfirðingafjórðungi. En þetta er því miður ekki svo. Það er eins og kunnugt er, engin hentug höfn til við flóann, þess vegna verða Héraðsbúar að flytja allar þessar vörur, 5.000 hestburði, á hestum yfir fjallgarða þá er liggja beggja megin Héraðsins ofan frá jöklum og út í sjó, til Vopnafjarðar, Seyðisfjarðar, og Eskifjarðar. En eftir því sem sveitum hagar í Héraði, versla Héraðsbúar langmest á Seyðisfirði, og aðeins lítill hluti á Vopnafirði og Eskifirði.
Það verður nú eigi annað sagt, en að Seyðisfjörður liggi fremur vel fyrir verslun Héraðsins í heild sinni, og best allra Austfjarða, ef ekki hindraði fjallgarður sá, er liggur þar á milli. Þó liggur hann ekki nærri eins vel fyrir verslun Héraðsins eins og Héraðsflói sjálfur, ef höfn væri fyrir honum miðjum, því að þó að komin væri jafnslétta milli Héraðsins og Seyðisfjarðar, þá væru þó vötnin Lagarfljót og Jökulsá, til mikillar hindrunar fyrir meiri hluta Héraðsins. En enn þá meiri verða erfiðleikar við að nota Seyðisfjörð fyrir verslunarstað, þegar þess er gætt, að mjög torvelt er að leggja góða vegi yfir fjöllin til Seyðisfjarðar, bæði fyrir Fjarðarheiði og Vestdalsheiði, bæði sökum bratta og einkum þess, að mjög illt er að sniðleggja þar vegi til muna, sökum kletta. Þannig eru 11 brattar brekkur ofan í Vestdalsheiði Seyðisfjarðar megin og sumar þeirra ósneiðandi til nokkurra muna, sökum kletta, nema með ærnum kostnaði. Þess vegna verður varla búist við, að vagnvegir komist á á þeim heiðum á næstu mannsöldrum. Það hindrar enn fremur flutninga um fjallvega þessa, að þeir eru mjög snjósælir, og verða snemma ófærir með hesta á haustum og seint færir á vorum. Þess vegna verða flutningar manna að fara mest fram á þeim tíma, er síst má skerða frá landbúnaðinum. Margir hafa því tekið það óyndisúrræði, að flytja að sér talsvert á útmánuðum, þegar færi kemur á fjöllin og er það þó auðvitað hættulegt og kostnaðarsamt.


Austri, 10. feb. 1892, 2. árg., 4. tbl., forsíða:

Sigling í Lagarfljótsós.
Eftir Einar prest Jónsson á Kirkjubæ.
¿¿
Það segir sig sjálft, að ef þetta mikla hérað hefði hentuga höfn við Héraðsflóa með öflugum verslunarstað, þá væri það sjálfkjörið, til að bera ægishjálm yfir öllum Austfirðingafjórðungi. En þetta er því miður ekki svo. Það er eins og kunnugt er, engin hentug höfn til við flóann, þess vegna verða Héraðsbúar að flytja allar þessar vörur, 5.000 hestburði, á hestum yfir fjallgarða þá er liggja beggja megin Héraðsins ofan frá jöklum og út í sjó, til Vopnafjarðar, Seyðisfjarðar, og Eskifjarðar. En eftir því sem sveitum hagar í Héraði, versla Héraðsbúar langmest á Seyðisfirði, og aðeins lítill hluti á Vopnafirði og Eskifirði.
Það verður nú eigi annað sagt, en að Seyðisfjörður liggi fremur vel fyrir verslun Héraðsins í heild sinni, og best allra Austfjarða, ef ekki hindraði fjallgarður sá, er liggur þar á milli. Þó liggur hann ekki nærri eins vel fyrir verslun Héraðsins eins og Héraðsflói sjálfur, ef höfn væri fyrir honum miðjum, því að þó að komin væri jafnslétta milli Héraðsins og Seyðisfjarðar, þá væru þó vötnin Lagarfljót og Jökulsá, til mikillar hindrunar fyrir meiri hluta Héraðsins. En enn þá meiri verða erfiðleikar við að nota Seyðisfjörð fyrir verslunarstað, þegar þess er gætt, að mjög torvelt er að leggja góða vegi yfir fjöllin til Seyðisfjarðar, bæði fyrir Fjarðarheiði og Vestdalsheiði, bæði sökum bratta og einkum þess, að mjög illt er að sniðleggja þar vegi til muna, sökum kletta. Þannig eru 11 brattar brekkur ofan í Vestdalsheiði Seyðisfjarðar megin og sumar þeirra ósneiðandi til nokkurra muna, sökum kletta, nema með ærnum kostnaði. Þess vegna verður varla búist við, að vagnvegir komist á á þeim heiðum á næstu mannsöldrum. Það hindrar enn fremur flutninga um fjallvega þessa, að þeir eru mjög snjósælir, og verða snemma ófærir með hesta á haustum og seint færir á vorum. Þess vegna verða flutningar manna að fara mest fram á þeim tíma, er síst má skerða frá landbúnaðinum. Margir hafa því tekið það óyndisúrræði, að flytja að sér talsvert á útmánuðum, þegar færi kemur á fjöllin og er það þó auðvitað hættulegt og kostnaðarsamt.