Matsskýrslur

Þverárfjallsvegur (73) í Refasveit og Skagastrandarvegur (74) um Laxá. Matsskýrsla

29.1.2021

Vegagerðin hefur lagt fram matsskýrslu vegna vega- og brúargerðar í sveitarfélögunum Blönduósbæ og Skagabyggð í Austur-Húnavatnssýslu.

Til stendur að byggja nýjan 8,5 km langan stofnveg frá Hringvegi austan Blönduóss að Þverárfjallsvegi (744), skammt sunnan við brú á Laxá. Frá nýjum vegi verður byggður um 3,3 km langur vegur til norðurs, með nýrri 109 m langri brú yfir Laxá, og inn á núverandi Skagastrandarveg norðan við Höskuldsstaði í Skagabyggð. Heildarlengd nýrra vega- og brúar er um 11,8 km.

Áætluð efnisþörf vegna framkvæmdarinnar er um 310-350 þús. m3, háð vali á veglínu. Efni verður fengið úr skeringum og námum á svæðinu. 

Að framkvæmdum loknum verður nýi 8,5 km langi stofnvegurinn í Refasveit hluti Þverárfjallsvegar sem fær nýtt vegnúmer, þ.e. Þverárfjallsvegur (73). Nýi 3,3 km langi vegurinn, með nýrri brú á Laxá, verður að framkvæmdum loknum fyrsti kafli Skagastrandarvegar (74).

Núverandi Skagastrandarvegur í Refasveit verður gerður að tengivegi og fær nafnið Refasveitarvegur með vegnúmerið 740. Neðribyggðarvegur (741) verður aflagður.

Markmið framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur á milli þéttbýlisstaða á Norðurlandi vestra, auka umferðaröryggi vegfarenda og íbúa og tryggja greiðar samgöngur á svæðinu í sátt við umhverfið.

Framkvæmdaaðili er Vegagerðin og hefur Norðursvæði Vegagerðarinnar umsjón með fyrirhugaðri framkvæmd. 

Matsskýrslan
Viðaukar
Teikning 1 - Afstöðumynd
Teikning 2 - Yfirlitsmynd
Teikning 3 - Lagnir og vegslóðar
Teikning 4 - Vatnsvernd, hverfisvernd
Teikning 5 - Fornminjar
Teikning 6 - Votlendi
Teikning 7 - Veiðistaðir í Laxá
Teikning 8a - Grunnmynd
Teikning 8b - Grunnmynd
Teikning 8c - Grunnmynd