Matsskýrslur

Dettifossvegur í Norðurþingi og Skútustaðahreppi - Matsskýrsla

Hringvegur - Norðausturvegur

3.8.2006

Vegagerðin áformar að leggja nýjan 50 km langan veg meðfram Jökulsá á Fjöllum að vestanverðu. Vegurinn liggur milli Hringvegar og Norðausturvegar og mun kallast Dettifossvegur.

Í samgönguáætlun Alþingis fyrir árin 2003-2014 er ekki tilgreind sérstök fjárveiting til vegar meðfram Jökulsá á Fjöllum að vestanverðu. Á samgönguáætlun Alþingis fyrir árin 2005-2008 eru byrjunarfjárveitingar, 468 m.kr. á árunum 2005-2008, til uppbyggingar Dettifossvegar. Áætlað er að skipta framkvæmdinni í þrjá áfanga: I Hringvegur-Dettifoss, II Dettifoss- Vesturdalur, III Vesturdalur-Norðausturvegur. Stefnt er að því að framkvæmdir á áfanga I hefjist árið 2006 og þeim verði lokið haustið 2008.

Framkvæmdaaðili er Vegagerðin og ber hún ábyrgð á mati á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar framkvæmdar. Í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 var tillaga að matsáætlun kynnt á veraldarvefnum: www.vegagerdin.is. Almenningur gat komið á framfæri athugasemdum og fyrirspurnum um matsáætlunina og gefið ábendingar um hvernig skyldi staðið að einstökum þáttum matsvinnunnar. Þann 28. júlí 2004 sendi Vegagerðin tillögu að matsáætlun til Skipulagsstofnunar. Þann 20. september 2004 samþykkti Skipulagsstofnun matsáætlunina með nokkrum athugasemdum.

Frummatsskýrsla var lögð fram til athugunar hjá Skipulagsstofnun samkvæmt lögum nr. 106/2000 m.s.br. í febrúar 2006. Við athugunarferlið leitaði stofnunin umsagnar opinberra umsagnaraðila og athugasemda almennings. Innan átta vikna sendi Skipulagsstofnun Vegagerðinni umsagnir og athugasemdir sem höfðu borist. Alls bárust 12 athugasemdir. Í kjölfarið hefur Vegagerðin unnið endanlega matsskýrslu á grundvelli frummatsskýrslu þar sem gerð er grein fyrir framkomnum athugasemdum og umsögnum og tekin afstaða til þeirra.

Vegagerðin hefur metið umhverfisáhrif vegna fyrirhugaðra framkvæmda í samræmi við matsáætlun og í samráði við ýmsa sérfræðinga. Í þessari matsskýrslu er tilhögun fyrirhugaðra vegaframkvæmda lýst og umhverfisáhrif þeirra metin. Matsskýrslan skiptist í tíu kafla auk þess sem teikningahefti og fylgiskjöl fylgja henni.

Matsskýrsla hefur nú verið send Skipulagsstofnun sem hefur 4 vikur til að gefa álit sitt á hvort skýrslan uppfylli lög nr. 106/2000 m.s.br. um mat á umhverfisáhrifum og hvort umhverfisáhrifum sé lýst á fullnægjandi hátt.

Matsskýrsla


Fylgiskjöl

Sérfræðiskýrslur


Teikningar

Teikning 1 Yfirlitsmynd
Teikning 2 Náttúruminjar
Teikning 3 Skoðaðar leiðir
Teikning 4, 1 af 2 Veglínur og rannsóknarsvæði
Teikning 4, 2 af 2 Veglínur og rannsóknarsvæði
Teikning 5, 1 af 8 Framkvæmdayfirlit
Teikning 5, 2 af 8 Framkvæmdayfirlit
Teikning 5, 3 af 8 Framkvæmdayfirlit
Teikning 5, 4 af 8 Framkvæmdayfirlit
Teikning 5, 5 af 8 Framkvæmdayfirlit
Teikning 5, 6 af 8 Framkvæmdayfirlit
Teikning 5, 7 af 8 Framkvæmdayfirlit
Teikning 5, 8 af 8 Framkvæmdayfirlit
Teikning 6 Helstu áhrifasvæði framkvæmdarinnar
Teikning 7, 1 af 2 Gróðurkort
Teikning 7, 2 af 2 Gróðurkort
Teikning 8 Fuglatalning
Teikning 9, 1 af 9 Fornleifar
Teikning 9, 2 af 9 Fornleifar
Teikning 9, 3 af 9 Fornleifar
Teikning 9, 4 af 9 Fornleifar
Teikning 9, 5 af 9 Fornleifar
Teikning 9, 6 af 9 Fornleifar
Teikning 9, 7 af 9 Fornleifar
Teikning 9, 8 af 9 Fornleifar
Teikning 9, 9 af 9 Fornleifar
Teikning 10, 1 af 2 Jarðfræðikort
Teikning 10, 2 af 2 Jarðfræðikort
Teikning 11 Kortlagning landslagseinkenna
Teikning 12 Útsýnisstaðir og sjónarhorn líkanmynda
Teikning 13, 1 af 4 Langsnið, lína A
Teikning 13, 2 af 4 Langsnið, lína B
Teikning 13, 3 af 4 Langsnið, lína C
Teikning 13, 4 af 4 Langsnið, lína D
Teikning 14 Bílastæði við Dettifoss
Teikning 15 Bílastæði við Hafragilsfoss
Teikning 16 Bílastæði við Hólmatungur
Teikning 17 Bílastæði við Hljóðakletta
Teikning 18 Bílastæði í Vesturdal
Teikning 19 Útskot á Langavatnshöfða