Matsskýrslur
  • Norðfjarðargöng - Yfirlitsmynd

Norðfjarðargöng - Matsskýrsla

25.3.2009

Vegagerðin áformar að byggja ný jarðgöng, Norðfjarðargöng, milli Eskifjarðar og Norðfjarðar í Fjarðabyggð í Suður-Múlasýslu.

Jarðgöngin verða 6,9-7,8 km löng og nýir vegir verða samtals 7,2-8,8 km langir beggja vegna gangamunna. Í heild er um er að ræða 15,0-15,9 km langa framkvæmd sem verður hluti af Norðfjarðarvegi.

Stefnt var að því að framkvæmdir hæfust haustið 2009. Í febrúar 2009 var ákveðið að fresta framkvæmdunum um óákveðinn tíma vegna samdráttar í fjárveitingum til vegaframkvæmda. Framkvæmdatími er áætlaður 3 – 3 ½ ár.

Framkvæmdin fellur undir 5. gr. laga nr. 106/2000, með síðari breytingum, um mat á umhverfisáhrifum, framkvæmdir sem eru ávallt háðar mati á umhverfisáhrifum. Framkvæmdaaðili er Vegagerðin og ber hún ábyrgð á mati á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar framkvæmdar.

Vegagerðin hefur metið umhverfisáhrif vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar í samræmi við matsáætlun og í samráði við ýmsa sérfræðinga. Frummatsskýrsla var lögð fram til athugunar hjá Skipulagsstofnun samkvæmt lögum nr. 106/2000 m.s.b. í nóvember 2008. Við athugunarferlið leitaði stofnunin umsagnar opinberra umsagnaraðila og athugasemda almennings. Umsagnir vegna frummatsskýrslu bárust frá Fjarðabyggð, Byggðastofnun, Heilbrigðiseftirliti Austurlands, Fornleifavernd ríkisins, Fiskistofu, Mílu, Landsneti, Veðurstofu Íslands og Umhverfisstofnun. Athugasemdir bárust frá 4 aðilum: 1. Veiðifélagi Norðfjarðarár, 2. Hákoni Björnssyni, landeiganda að Hólum í Norðfirði, 3. Jóni Bjarnasyni og Guðmundi Birki Jónssyni, landeigendum Skorrastaðar 1 í Norðfirði og 4. Þórði Júlíussyni, landeiganda Skorrastaðar 3 í Norðfirði. Í kjölfarið hefur Vegagerðin unnið endanlega matsskýrslu sem hér er lögð fram, á grundvelli frummatsskýrslu, þar sem gerð er grein fyrir framkomnum athugasemdum og umsögnum og tekin afstaða til þeirra.

Í matsskýrslunni er tilhögun fyrirhugaðra vegaframkvæmda lýst og umhverfisáhrif þeirra metin. Matsskýrslan skiptist í ellefu kafla auk þess sem teikningahefti og viðaukar fylgja henni.

Matsskýrslan var send til Skipulagsstofnunar í lok mars 2009 en stofnunin hefur 4 vikur til að gefa álit sitt á hvort skýrslan uppfylli lög nr. 106/2000 m.s.b. um mat á umhverfisáhrifum og hvort umhverfisáhrifum sé lýst á fullnægjandi hátt. Matsskýrsla er ekki auglýst.

Matsskýrsla

Viðauki I - Fylgiskjalalisti

Viðauki II - Fornleifaskráning 2007

Viðauki III - Fornleifaskráning 2008

Viðauki IV - Gróður, dýr og verndargildi. 2007

Viðauki IV - Kort 1 - Gróðurlendi - Norðfjörður

Viðauki IV - Kort 2 - Gróðurþekja - Norðfjörður

Viðauki IV - Kort 3 - Gróðurlendi - Eskifjörður

Viðauki IV - Kort 4 - Gróðurþekja - Eskifjörður

Viðauki V- Ofanflóð, Náttúrustofa Austurlands

Viðauki VI - Greinargerð um ofanflóðahættu, Orion ráðgjöf ehf.

Viðauki VI - Ofanflóð, Orion-teikningar

Viðauki VII - Veðurfar

Viðauki VIII - Vatnsból

Viðauki IX - Gróðurfar 2008

Fylgiskjal 1 - Landnotkun, yfirlit yfir skerðingu á túnum

Fylgiskjal 2 - Landnotkun, yfirlit yfir skerðingar á beitilandi

Fylgiskjal 3 - Votlendi sem raskast - leiðbeiningar um mat og endurheimt votlendis

Fylgiskjal 4 - Verndarflokkar náma

Fylgiskjal 5 - Námur í Norðfirði

Fylgiskjal 6 - Slysaskrá

Fylgiskjal 7 - Vægi umhverfisáhrifa

Fylgiskjal 8 - Umsögn Fjarðabyggðar

Fylgiskjal 9 - Umsögn Byggðastofnunar

Fylgiskjal 10 - Umsögn Heilbrigðiseftirlits Austurlands

Fylgiskjal 11 - Umsögn Forleifaverndar

Fylgiskjal 12 - Umsögn Fiskistofu

Fylgiskjal 13 - Umsögn Veðurstofu

Fylgiskjal 14 - Umsögn Umhverfisstofnunar

Fylgiskjal 15 - Umsögn Mílu

Fylgiskjal 16 - Umsögn Landsnets

Fylgiskjal 17 - Athugasemdir Hákonar Björnssonar

Fylgiskjal 18 - Athugasemdir Veiðifélags Norðfjarðarár

Fylgiskjal 19 - Athugasemdir Jóns Bjarnasonar

Fylgiskjal 20 - Athugasemdir Þórðar Júlíussonar

Fylgiskjal 21 - Fundargerðir frá opnu húsi á Neskaupstað og Eskifirði

Fylgiskjal 22 - Vinnulag og varnir gegn mengun vatns - Heilbrigðisnefnd Austurlands

Fylgiskjal 23 - Bréf varðandi breytta veglínu í Eskifirði

Fylgiskjal 24 - Bréf frá Ágústi Guðmundssyni um jarðgöng til Seldals

Teikningaskrá

Teikning 1 - Yfirlitsmynd

Teikning 2 - Mögulegar veglínur

Teikning 3 - Landnotkun

Teikning 4 - Snjóflóðahætta

Teikning 5, 1 af 3 - Grunnmynd

Teikning 5, 2 af 3 - Grunnmynd

Teikning 5, 3 af 3 - Grunnmynd

Teikning 6, 1 af 7 - Framkvæmdayfirlit

Teikning 6, 2 af 7 - Framkvæmdayfirlit

Teikning 6, 3 af 7 - Framkvæmdayfirlit

Teikning 6, 4 af 7 - Framkvæmdayfirlit

Teikning 6, 5 af 7 - Framkvæmdayfirlit

Teikning 6, 6 af 7 - Framkvæmdayfirlit

Teikning 6, 7 af 7 - Framkvæmdayfirlit

Teikning 7 - Langsnið

Teikning 8 - Jarðfræðiteikning

Teikning 9 - Umferðarhávaði - Eskifjörður - 70km

Teikning 9 - Umferðarhávaði - Leið 1A

Teikning 9 - Umferðarhávaði - Leið 1B

Teikning 9 - Umferðarhávaði - Leið 1C

Teikning 9 - Umferðarhávaði - Leið 1D

Teikning 9 - Umferðarhávaði - Leið 1E

Teikning 9 - Umferðarhávaði - Leið 2A

Teikning 10 - Þrívíddarmyndir myndir 1-3

Teikning 10 - Þrívíddarmyndir myndir 4-8

Teikning 10 - Þrívíddarmyndir myndir 9-11

Teikning 10 - Þrívíddarmyndir myndir 12-13

Teikning 10 - Þrívíddarmyndir myndir 14-16

Teikning 10 - Þrívíddarmyndir myndir 17-20

Teikning 10 - Þrívíddarmyndir myndir 21-23

Teikning 10 - Þrívíddarmyndir myndir 24-25

Teikning 11 - Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007 - 2027

Teikning 11 - Þéttbýlisuppdráttur Eskifirði 2007 - 2027

Teikning 12 - Hreinsun frárennslisvatns