Matsskýrslur
  • Vestfjarðarvegur, Eiði - Þverá

Vestfjarðavegur, Eiði-Þverá, Matsskýrsla

14.11.2011

Vegagerðin hefur lagt fram matsskýrslu fyrir Vestfjarðaveg milli Eiðis og Þverár, sem unnin er á grundvelli frummatsskýrslu. Framkvæmdin ber heitið Vestfjarðavegur (60), milli Eiðis í Vattarfirði og Þverár í Kjálkafirði í Reykhólahreppi og Vesturbyggð.
Í skýrslunni er gerð grein fyrir framkomnum athugasemdum og umsögnum við frummatsskýrslu og tekin afstaða til þeirra. Vegagerðin fór þess á leit við Skipulagsstofnun með bréfi dags. 13. október 2011, að matsskýrsla verði tekin til meðferðar hjá stofnuninni í samræmi við 11. gr. laga nr. 106/2000 m.s.br. um mat á umhverfisáhrifum.

Innan fjögurra vikna frá því að Skipulagsstofnun tekur á móti matsskýrslu skal stofnunin gefa rökstutt álit sitt á því hvort skýrslan uppfylli skilyrði laga þessara og reglugerða settra samkvæmt þeim og að umhverfisáhrifum sé lýst á fullnægjandi hátt. Í áliti Skipulagsstofnunar skal gera grein fyrir helstu forsendum matsins, þ.m.t. gildi þeirra gagna sem liggja til grundvallar matinu, og niðurstöðum þess. Jafnframt skal í álitinu fjalla um afgreiðslu framkvæmdaraðila á þeim athugasemdum og umsögnum sem bárust við kynningu á frummatsskýrslu.

Þegar álit Skipulagsstofnunar liggur fyrir skal það kynnt umhverfisráðherra, framkvæmdaraðila, leyfisveitendum og öðrum umsagnaraðilum, svo og þeim sem gert hafa athugasemdir við frummatsskýrslu á kynningartíma. Almenningur skal eiga greiðan aðgang að áliti Skipulagsstofnunar og matsskýrslu og skal stofnunin auglýsa í dagblaði sem gefið er út á landsvísu að álitið og matsskýrslan liggi fyrir.

Matsskýrsla  (PDF 9 MB)

Fylgiskjöl  (PDF 16 MB)

Teikningar  (PDF 33 MB)