Matsskýrslur

Vesturlandsvegur frá Víkurvegi í Reykjavík að Skarhólabraut í Mosfellsbæ - tvöföldun

27.10.2003

Nú liggur fyrir skýrsla um mat á umhverfisáhrifum vegna tvöföldunar Vesturlandsvegar frá Víkurvegi í Reykjavík að Skarhólabraut í Mosfellsbæ. Hefur skýrslan verið send til Skipulagsstofnunar til formlegrar umfjöllunar. Mun úrskurður Skipulagsstofnunar liggja fyrir eftir 10 vikur. Fyrstu 6 vikurnar gefst umsagnaraðilum og almenningi kostur á því að koma á framfæri athugasemdum. Mun stofnunin m.a. byggja úrskurð sinn á þeim svörum sem henni berast.

Á grundvelli samráðs og samþykktrar matsáætlunar var lögð áhersla á að skoða eftirfarandi umhverfis- og áhrifaþætti við matið: áhrif framkvæmdar á samgöngur, umferð og umferðaröryggi, áhrif á Úlfarsá, fornleifar, náttúrufar, loftgæði og útivist. Þá voru sjónræn áhrif framkvæmdarinnar skoðuð og metin áhrif hávaða frá umferð um veginn. Fyrir hvern umhverfis- og áhrifaþátt var núverandi ástand skoðað og áhrif framkvæmdar á hann metin. Jafnframt var leitað leiða til að draga úr hugsanlegum neikvæðum áhrifum framkvæmdar eins og kostur er.

Vesturlandsvegur: Víkurvegur - Skarhólabraut, matsskýrsla (PDF 3,6 MB)

Vesturlandsvegur: Víkurvegur - Skarhólabraut, samantekt (PDF 0,2 MB)

Vesturlandsvegur: Víkurvegur - Skarhólabraut, tillaga (PDF 0,9 MB)

Vesturlandsvegur: Víkurvegur - Skarhólabraut, mynd (PDF 0,9 MB) Myndin sýnir þær framkvæmdir sem ráðast á í við tvöföldun Vesturlandsvegar milli Skarhólabrautar og Víkurvegar.