Matsskýrslur

Suðurlandsvegur um Hveragerði - breyting

30.4.2018

Fyrirspurn um matsskyldu til Skipulagsstofnunar og ákvörðun stofnunarinnar.  Um er að ræða breytingu á fyrirhugaðri færslu vegarins, á kaflanum frá Kambarótum að Varmá, suður fyrir Búrfellslínu 2 en áður var veginum ætlaður staður norðan línunnar. 

Vegagerðin tilkynnti fyrirhugaða færslu Suðurlandsvegar við Hveragerði frá því sem gert var ráð fyrir við mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar árin 2009 og 2010. Fram kemur að tilgangur með færslu Suðurlandsvegar sé að veita möguleika á að tvöfalda hann, bæta þannig umferðaröryggi og greiða fyrir vaxandi umferð um veginn. Sú leið sem umhverfisáhrif hafi verið metin af á árunum 2009 og 2010 sé valkostur A og liggi norðan Búrfellslínu 2. Nánari hönnun hafi leitt í ljós að færsla Hringvegar í aðalskipulagi Hveragerðis árið 2009 hafi ekki verið nægileg til þess að leysa vegtæknileg vandamál við þverun tengibrauta og Hringvegar auk þrengsla við fyrirhuguð mislæg vegamót Hringvegar og Þorlákshafnarvegar. Færslan árið 2009 náði að helgunarsvæði Búrfellslínu 2 að norðanverðu og því er talin þörf á að færa veglínuna suður fyrir línuna til þess að skapa rými. 

Lagt hefur verið mat á umhverfisáhrif framkvæmdarinnar og er fjallað um framkvæmdina  í tveimur matsskýrslum:

  • Suðurlandsvegur, frá Hólmsá ofan Reykjavíkur að Hveragerði. Álit Skipulagsstofnunar barst 09.07.2009
  • Suðurlandsvegur, frá Hveragerði og austur fyrir Selfoss. Álit Skipulagsstofnunar barst 14.06.2010

Það er niðurstaða Skipulagsstofnunar að þessar breytingar á legu Suðurlandsvegar um Hveragerði séu ekki líklegar til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Fyrirspurn Vegagerðarinnar um matsskyldu
Ákvörðun Skipulagsstofnunar