Matsskýrslur
  • Hringvegur um Hornafjörð veglínur

Hringvegur um Hornafjörð

15.4.2009

Mat á umhverfisáhrifum Hringvegar um Hornafjörð. Vegagerðin lagði fram matsskýrslu í apríl 2009.


Framkvæmdin sem hér um ræðir er 11-18 km löng veglagning, háð veglínum og nær frá bænum Lambleiksstöðum, yfir Hornafjarðarfljót á nýju brúarstæði og að Hringvegi við bæinn Haga skammt austan Hafnarvegar sem liggur að Höfn í Hornafirði (kort 1). Framkvæmdaaðili er Vegagerðin og leggur hún fram þrjár veglínur til skoðunar í mati á umhverfisáhrifum, leið 1, leið 2 og leið 3. Framkvæmdin styttir Hringveginn um 11-12 km eftir því hvaða veglína er valin.

Tilgangur framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur á Suðausturlandi og styrkja byggðarlög á Suðaustur- og Austurlandi með bættu vegasambandi á Hringvegi. Vegalengdir milli Austurlands og Suðurlands styttast um a.m.k. 11 km með nýjum vegi. Markmiðið með gerð vegarins er fyrst og fremst að auka umferðaröryggi, draga úr slysahættu, stytta vegalengdir og tryggja góðar samgöngur á svæðinu. Hönnunarhraði vegarins verður hvergi minni en 90 km/klst.