Matsskýrslur
  • Vestfjarðavegur - fyrirhugað framkvæmdasvæði.

Vestfjarðavegur (60) um Dynjandisheiði og Bíldudalsvegur (63) frá Bíldudalsflugvelli - Matsskýrsla

9.7.2020

Vegagerðin hefur lagt fram matsskýrslu vegna lagningar nýs 33 - 40 km langs kafla Vestfjarðavegar (60) um Dynjandisheiði sem nær frá Hörgsnesi í Vatnsfirði langleiðina að Mjólkárvirkjun í Borgarfirði, sem og nýs 29 km langan kafla Bíldudalsvegar (63) sem nær frá Bíldudalsflugvelli á Hvassnesi að Vestfjarðavegi í Helluskarði á Dynjandisheiði.

Markmið framkvæmdanna er að bæta samgöngur um Vestfirði með því að tryggja áreiðanlegar og öruggar samgöngur um Vestfjarðaveg og Bíldudalsveg. Nýir vegir verða með bundnu slitlagi og uppbyggðir með tilliti til snjóa. Hönnunarhraði veganna verður almennt miðaður við 90 km/klst. hámarkshraða.

Áætlanir eru um að nýir vegir verði lagðir nálægt núverandi vegum þar sem það er hægt. Lítið virðist þó hægt að nýta núverandi vegstæði. Lagt er til að færa vegina þar sem hætta er á umferð gangandi vegfarenda yfir veginn við Flókalund og Foss, og þar sem snjósöfnun á veg er mikil. Einnig hefur verið litið til þess að stytta vegalengdir, t.d. á Vestfjarðavegi með þverun Vatnsfjarðar og með því að leggja Bíldudalsveg í Fossfirði og Reykjarfirði utar.

Fyrirhugað er að skipta framkvæmdinni í þrjá áfanga. Áfangarnir eru eftirfarandi:
• Áfangi I, Vestfjarðavegur, Hörgsnes - Tröllaháls, veglínur A1, A2, A3, F, F2 og F3.
• Áfangi II, Vestfjarðavegur, Tröllaháls - Mjólkárvirkjun, veglínur F, B2, D og E.
• Áfangi III, Bíldudalsvegur, Bíldudalsflugvöllur – Vestfjarðavegur, veglínur X, Y, Z og Q.

Matsskýrsla - hluti 1
Matsskýrsla - hluti 2

Teikning 1-5
Teikning 6-8
Teikning 9 hluti 1
Teikning 9 hluti 2
Teikning 10
Teikning 11
Teikning 12

Viðauki 19 - Fylgiskjöl 18-38