Matsskýrslur
  • Breikkun Reykjanesbrautar um Hafnarfjörð, frá Ásbraut að Krísuvíkurvegi

Breikkun Reykjanesbrautar um Hafnarfjörð, frá Ásbraut að Krísuvíkurvegi

Matsskýrsla

25.2.2008

Matsskýrsla þessi er liður í mati á umhverfisáhrifum breikkunar Reykjanesbrautar um Hafnarfjörð, frá Strandgötu (áður Ásbraut) að Bikhellu, breytingar á mislægum vegamótum Reykjanesbrautar og Strandgötu og gerð mislægra vegamóta Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar í samræmi við lög nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum með síðari breytingum.

Í samræmi við ofangreind lög var fyrst lögð fram tillaga að matsáætlun til Skipulagsstofnunar í febrúar 2006. Skipulagsstofnun féllst á tillöguna með viðbótum er varða fornleifar (sjá kafla 5.10) 15. mars 2006 og er þessi skýrsla unnin í samræmi við matsáætlunina.

Vegagerðin er framkvæmdaaðili verksins og Hafnarfjarðarbær er samstarfsaðili þar sem framkvæmdasvæðið er allt í eigu bæjarins.

Breikkun Reykjanesbrautar um Hafnarfjörð, frá Ásbraut að Krísuvíkurvegi - Matsskýrsla