Matsáætlanir

2. áfangi Sundabrautar - Tillaga að matsáætlun

7.7.2006

Áætlaðar eru framkvæmdir við 2. áfanga Sundabrautar í Reykjavík frá Gufunesi upp á Kjalarnes.

Tilgangur framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur á norðurhluta höfuðborgarsvæðisins, bæta tengingu Vestur- og Norðurlands við höfuðborgarsvæðið, auka öryggi í samgöngum, létta á umferðarþunga á öðrum vegum, auka hagræði í samgöngum og atvinnustarfsemi og opna fyrir þróun byggðar á höfuðborgarsvæðinu til norðurs og norðausturs.

Í drögum að matsáætlun er fyrirhugaðri framkvæmd, framkvæmdarsvæði og áhrifasvæði lýst. Umfangi umhverfismatsins er lýst og fjallað um hvaða umhverfisþættir verða skoðaðir og hverjir ekki teknir fyrir.

Tillaga að matsáætlun

Viðauki 1: Kort af valkostum og afmörkun athugunarsvæðis