Matsáætlanir
  • Suðurlandsvegur (1) Bæjarháls að Hólmsá

Suðurlandsvegur (1) Bæjarháls að Hólmsá - tillaga að matsáætlun

25.5.2020

Vegagerðin, í samvinnu við Reykjavíkurborg og Mosfellsbæ, áformar að tvöfalda Suðurlandsveg (1) frá vegamótum við Bæjarháls að Hólmsá ofan Reykjavíkur. Lagður verður 2 + 2 vegur og tengingum fækkað frá því sem nú er. Tekið er frá land þannig að mögulegt verður að byggja þrenn mislæg vegamót á síðari áföngum. Gerðir verða nýir reið-, hjóla- og göngustígar. Markmið framkvæmdarinnar er að auka umferðaröryggi allra fararmáta og tryggja greiðari umferð um Suðurlandsveg með því að aðskilja akstursstefnur. Vegurinn verður lagður í allt að fimm áföngum.

Í áföngum 1 og 2 verður vegurinn tvöfaldaður án mislægra vegamóta. Ný akbraut verður lögð að mestu norðan núverandi vegar. Aðlaga þarf tengingar mislægra vegamóta við Bæjarháls og tengingar við hringtorg við
Breiðholtsbraut. Við vegamót Breiðholtsbrautar er landrými takmarkað og einnig er þrengt að vegsvæði við Rauðavatnsskóg. Á þeim vegkafla verður lagður vegur með þröngu þversniði. Við Norðlingavað þarf að tvöfalda
hringtorg. Suðurlandsvegur liggur síðan á bökkum Bugðu (Hólmsár) austan Norðlingaholts á svæði sem að stórum hluta hefur verið raskað með ýmsum framkvæmdum. Tenging við Heiðmörk verður aðlöguð að tvöföldum vegi.
Lögð verður áhersla á að raska ekki ánni og árbakkanum og því verður vegurinn tvöfaldaður til suðurs eftir að vegurinn þverar Bugðu (Hólmsá). Aftur verður breikkun til norðurs eftir að komið er yfir ána í annað sinn.

Tillaga að matsáætlun