Matsáætlanir
  • Breikkun Vesturlandsvegar

Breikkun Vesturlandsvegar - drög að tillögu að matsáætlun

5.9.2019

Vegagerðin, í samráði við Reykjavíkurborg, hefur undanfarið unnið að undirbúningi vegna breikkunar Vesturlandsvegar á um 9 km kafla milli Varmhóla og vegamóta Hvalfjarðarvegar. Um er að ræða breikkun Vesturlandsvegar í 2+1 veg ásamt gerð þriggja hringtorga, þ.e. við Móa, Grundarhverfi og Hvalfjarðarveg. Samhliða breikkuninni verður vegtengingum fækkað og í staðinn gerðir hliðarvegir ásamt reiðstígum og stígum fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Framkvæmdin er matsskyld samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.

Drög að tillögu að matsáætlun fyrir ofangreinda framkvæmd hafa nú verið lögð fram til kynningar. Allir geta kynnt sér drögin og lagt fram athugasemdir. 

Drög að tillögu að matsáætlun - Breikkun Vesturlandsvegar

Athugasemdafrestur er frá 5. til 19. september 2019.

Athugasemdir skal merkja „Breikkun Vesturlandsvegar“ og senda með tölvupósti á netfangið jon.agust.jonsson@efla.is eða með bréfpósti á:

  • EFLA Verkfræðistofa
  • B.t. Jóns Ágústs Jónssonar
  • Lyngháls 4
  • 110 Reykjavík