Matsáætlanir

Norðausturvegur, tenging Vopnafjarðar við Hringveg

17.5.2006

Á vegáætlun árið 2006 og á öðru tímabili samgönguáætlunar 2007-2010 er gert ráð fyrir tengingu Vopnafjarðar við Hringveg með framkvæmdum á Norðausturvegi frá Brunahvammi til Vopnafjarðar. Áætlað er að hefja framkvæmdir 2006 og er stefnt að því að undirbúningi framkvæmda geti að hluta til verið lokið árið 2005.

Til athugunar eru þrír meginkostir; 1) Hofsárdalsleið, 2) Vesturárdalsleið og 3) Vesturárdalsleið um Hofsháls.
Framkvæmdaaðili er Vegagerðin og ber hún ábyrgð á mati á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar framkvæmdar. Matsáætlun fyrir framkvæmdina er unnin skv. lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum.

Matsáætlun er kynnt með eftirtöldum skjölum:
Norðausturvegur, tenging Vopnafjarðar við Hringveg, matsáætlun ( 249KB)
Norðausturvegur, tenging Vopnafjarðar við Hringveg, grunnmynd ( 2,8 MB)
Norðausturvegur, tenging Vopnafjarðar, yfirlitskort ( 1,8 MB)