Matsáætlanir
Vestfjarðavegur (60) milli Bjarkalundar og Melaness

Fyrirhuguð framkvæmd er á Vestfjarðavegi milli Bjarkalundar og Melaness við norðanverðan Breiðafjörð. Framkvæmdin er í Reykhólahreppi í Austur-Barðastrandarsýslu. Um er að ræða nýjan veg frá Bjarkalundi, um Þorskafjörð, Djúpafjörð og Gufufjörð að Melanesi í mynni Þorskafjarðar.
Núverandi vegur er 41,6 km langur en nýr vegur verður 19,7-21,7 km langur, háð leiðarvali.
Vegagerðin sendir hér með tillögu að matsáætlun fyrir framkvæmdina til formlegrar ákvörðunar Skipulagsstofnunar í samræmi við 8. gr. laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Drög að tillögu að matsáætlun voru send umsagnar- og samráðsaðilum og auglýst á heimasíðu Vegagerðarinnar í júlí 2012.
Tillaga að matsáætlun hefur verið endurskoðuð út frá þeim ábendingum sem bárust.