Matsáætlanir
  • Drög að tillögu að matsáætlun

Fjarðarheiðargöng - Drög að tillögu að matsáætlun

23.6.2020

Vegagerðin auglýsir drög að tillögu að matsáætlun vegna fyrirhugaðra Fjarðarheiðarganga vegna mats á umhverfisáhrifum. Framkvæmdin hefur í för með sér breytingu á Seyðisfjarðarvegi (93) og Hringvegi (1) um Egilsstaði. Framkvæmdin er í sveitarfélögunum Fljótsdalshéraði og  Seyðisfjarðarkaupstað.

Núverandi Seyðisfjarðarvegur sem er 27,3 km langur er einn hæsti fjallvegur á Íslandi og lokast oft að vetrarlagi. Framkvæmdin felur í sér nýjan Seyðisfjarðarveg (93) þar sem stór hluti vegarins, eða 13,3 km, verður lagður í jarðgöngum. Framkvæmdin hefur í för með sér 2,6 km langa vegagerð utan ganga Seyðisfjarðarmegin en Héraðsmegin eru þrír kostir til skoðunar, sem hafa í för með sér breytingu á legu Hringvegarins, og mögulega breytingu á legu hans um Egilsstaði. Vegagerð utan ganga Héraðsmegin verður á bilinu  4,1 - 8,7 km.

Tilgangur framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur á Austurlandi og hafa þar með jákvæð áhrif á samfélagið. Með jarðgöngum undir Fjarðarheiði verða samgöngur áreiðanlegri og öruggari. Að loknum framkvæmdum verður mögulegt að halda veginum á milli Héraðs og Seyðisfjarðar opnum allan ársins hring. Framkvæmdin mun styrkja byggð og atvinnulíf á Seyðisfirði og Austurlandi öllu.

Markmið framkvæmdarinnar er að:  

·         Auka umferðaröryggi vegfarenda og íbúa svæðisins.
·         Tryggja greiðari samgöngur og bæta vegasamband.
·         Bæta sambúð vegar og umferðar við íbúa og umhverfi.

Drög að tillögu að matsáætlun eru kynnt á heimasíðu Vegagerðarinnar, samkvæmt reglugerð 1123/2005 um mat á umhverfisáhrifum http://www.vegagerdin.is/framkvaemdir/umhverfismat/matsaetlun/.

Almenningur getur gert athugasemdir við áætlunina og er athugasemdafrestur til 13. júlí 2020. Athugasemdir skal  senda til Vegagerðarinnar, Miðhúsavegi 1, 600 Akureyri, eða með tölvupósti til soley.jonasdottir@vegagerdin.is.

Drög að tillögu að matsáætlun
Auglýsing