Kynningargögn

Lagfæringar á Staðarbraut (854) í Aðaldal

20.6.2013

Vegagerðin vinnur nú að lagfæringum á Staðarbraut (854) í Aðaldal. Um er að ræða tvo kafla, frá Aðaldalsvegi (844) að slitlagsenda við Helluland (um 2255 m) og frá slitlagsenda við Múla að brú yfir Laxá hjá Brúum (um 2190 m), samtals 4,45 km.

Vegurinn verður styrktur og klæddur bundnu slitlagi á þessum köflum. Veglína breytist á um 600 metra löngum kafla næst Laxá þar sem erfiðar beygjur verða lagfærðar. Efni í framkvæmdina kemur úr skeringum, einkum þar sem veglína breytist, og námu sem er einnig við breytingakafla.

Áætlað er að verkinu verði lokið fyrir 1. september 2013.

Teikning af framkvæmdasvæðinu