Kynningargögn

Náma í Norðurþingi. Kynning á efnistöku úr nýrri námu E-26A í Skurðsbrúnum við Húsavík.

18.2.2015

Vegagerðin og Norðurþing  hafa tilkynnt Skipulagsstofnun um nýja námu í Skurðsbrúnum þar sem fyrirhugað er að taka allt að 149.900 m3 af efni á allt að 49.900 m2 svæði. Í tengslum við námuna þarf að leggja 2,8 km langan námuveg sem liggur frá fyrirhuguðu iðnaðarsvæði á Bakka að námunni. Framkvæmdin er í Norðurþingi í Suður-Þingeyjarsýslu. Hún er lögð fram í samráði við Norðurþing og unnið er að breytingu á Aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 vegna hennar. 


Framkvæmdin er tilkynnt til Skipulagsstofnunar í samræmi við  6. gr. laga nr.106/2000 m.s.b. um mat á umhverfisáhrifum. Meðfylgjandi er greinargerð með nánari upplýsingum um framkvæmdina og um ástæður þess að fyrirhugað er opna nýja námu í Skurðsbrúnum.