Kynningargögn

Uxahryggjavegur (52-03/04) Brautartunga – Kaldadalsvegur

11.3.2024

Uxahryggjavegur-teikningVegirnir eru báðir hluti af grunnkerfi samgangna en núverandi vegir eru með malaryfirborði og uppfylla ekki öryggiskröfur Vegagerðarinnar. Enn fremur telst hæsti hluti Uxahryggjavegar til fjallvega og er ekki haldið opnum að vetrarlagi. Á þeim hluta vegarins er útilokað að endurbyggja núverandi veg.

        Innan byggðarinnar í Lundarreykjadal fylgir endurbygging að mestu núverandi vegi, en ofan byggðarinnar er sums staðar vikið frá núverandi vegi til að bæta öryggi vegarins.

       Markmið framkvæmdarinnar er að bæta vegasamgöngur milli Uppsveita Borgarfjarðar og Þingvalla, einkum að vetrarlagi. Þær eiga að stuðla að því að mögulegt verði að halda Uxahryggjavegi opnum yfir vetrarmánuðina nema í aftakaveðri.

       Áætluð efnisþörf nýs og endurbyggðs vegar er 450-460 þús. m3 og er gert ráð fyrir að um 120 þús. m3 komi úr skeringum meðfram vegi en 330-340 þús. m3 komi úr 13 námum. Þar af er ein í Skorradalshreppi og ein í Bláskógabyggð.

       Framkvæmdin er hér með tilkynnt til Skipulagsstofnunar í samræmi við lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021, samkvæmt 19. gr. laganna, 1. viðauka, tölulið 10.08. Einnig verða framkvæmdir innan verndarsvæðis, sbr. formála 1. viðauka, iii. lið 2. tölul. 2. viðauka.

Kynningarskýrsla

Teikningar

Votlendisútreikningar

Fylgiskjal 1

Fylgiskjal 2

Fylgiskjal 3

Fylgiskjal 4

Fylgiskjal 5

Fylgiskjal 6