Kynningargögn

Krýsuvíkurvegur (42) um Vatnsskarð. Kynning á lagfæringum.

29.4.2019

Krýsuvíkurvegur, lagfæring um VatnsskarðVegagerðin kynnir hér framkvæmd á Krýsuvíkurvegi (42) í Grindavíkurbæ, innan verndarsvæðisins Reykjanesfólkvangs. Fyrirhugað er að gera endurbætur á 1,5 km löngum kafla vegarins þar sem hann liggur  um Vatnsskarð. Framkvæmdakaflinn hefst skammt sunnan við tengingu að Vatnsskarðsnámu og endar við Blesaflöt sunnan Vatnsskarðs. Um er að ræða endurbyggingu vegarins á núverandi vegsvæði og lagningu klæðingar. Hvergi er vikið út af núverandi vegstæði en framkvæmdinni fylgja nýjar skeringar og fyllingar því hæðarlega vegarins verður löguð vegna aðstæðna í landslagi og til að draga úr hættu á snjósöfnun á veg. Við þær breytingar mun vegsvæðið breikka. Vegna öryggisskilyrða þarf að færa vegamót Vigdísarvallavegar og endurleggja hann á 0,2 km kafla.


Kynningarskýrsla

Bréf til Skipulagsstofnunar