Kynningargögn

Hringvegur (1) - Brú yfir Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði

6.12.2013

Brú yfir Jökulsá á FjöllumVegagerðin kynnir hér með framkvæmdir við byggingu nýrrar brúar yfir Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði og vegaframkvæmd á Hringvegi (1).  Framkvæmdin er í Skútustaðahreppi í Suður-Þingeyjarsýslu og Norðurþingi í Norður-Þingeyjarsýslu.

Byggð verður um 230 m löng ný brú yfir Jökulsá á Fjöllum. Fyrirhugað er að nýtt brúarstæði verði um 500 m sunnan og ofan við núverandi brú. Í tengslum Brú yfir Jökulsá á Fjöllumvið brúarbygginguna verður vegagerð á um 2,6 km löngum kafla. Núverandi vegur  á þessum kafla er 3,7 km langur. Við framkvæmdina styttist Hringvegurinn því um 1,1 km.

Framkvæmdin er ekki matsskyld skv. 5. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 með síðari breytingum. Kanna þarf matsskyldu framkvæmdarinnar skv. 6. gr. laga nr. 106/2000 því:

·         framkvæmdasvæðið verður í minna en 100 m fjarlægð frá fornleifum.

·         Hringvegur vestan Jökulsár liggur um náttúruverndarsvæði samkvæmt Svæðisskipulagi miðhálendis Íslands 2015

·         efnistaka úr námu B sem er vestan Jökulsár verður meiri en 50 þús. m3

Skipulagsstofnun hefur óskað eftir að eftirtaldir aðilar veiti umsögn um málið: Norðurþing, Skútustaðahreppur, Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra, Minjastofnun Íslands, Orkustofnun og Umhverfisstofnun. Ákvörðunar Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmdarinnar er að vænta 3. janúar 2014.

Hér fyrir neðan er greinargerð með nánari upplýsingum um framkvæmdina og ástæður þess að Vegagerðin leggur fram nýja veglínu og brú.

 Kynningarskýrsla

Teikningar