Kynningargögn

Hringvegur ofan Þakeyrar í Hamarsfirði

Kynning framkvæmda

16.3.2007

Vegagerðin fyrirhugar að enduruppbyggja um 1,2 km langan kafla af Hringvegi ofan Þakeyrar í sunnanverðum Hamarsfirði.

Framkvæmdarsvæðið er á Hringvegi, vegnúmer 1, rúmlega 12 km sunnan við Djúpavog. Veglína færist sunnar og ofar í hlíðna en nú er. Mjög varasamar brekkur, blindhæðir og blindbeygjur sem eru á þessum kafla í dag verða lagaðar með framkvæmdinni.

Ekki er gert ráð fyrir að hér sé um framtíðarlegu vegar að ræða heldur er hér verið að auka öryggi á mjög varasömum kafla þar til búið er að ákveða legu vegar um Hamarsfjörð til framtíðar.

Framkvæmdasvæðið liggur um lönd jarðarinnar Melrakkaness. Búið er að bjóða verkið út og munu framkvæmdir hefjast um vorið 2007 og á að vera lokið fyrir september 2007.

Vegagerðin telur að framkvæmdin hafi ekki umtalsverð neikvæð áhrif á umhverfið en með henni mun umferðaröryggi aukast talsvert á þessum kafla.

Markmið framkvæmdarinnar er að auka umferðaröryggi á Hringvegi í Hamarsfirði og tryggja greiðari samgöngur. Vegurinn á þessum kafla verður 6,5 m breiður með 6,3 m breiðri klæðingu. Hönnunarhraði verður 90 km/klst.

Kynning framkvæmda

Teikning 1 - langsnið

Yfirlitskort