Kynningargögn

Hringvegur - Rangá hjá Flúðum

Kynning framkvæmda

6.12.2007

Vegagerðin fyrirhugar að byggja nýja brú á Hringvegi yfir Rangá hjá Flúðum, skammt norðan við Fellabæ. Ný brú verður byggð á sama stað og núverandi einbreið brú er. Brúin verður 28 m löng og 9,5 m breið. Markmið framkvæmdarinnar er að auka umferðaröryggi og tryggja greiðari samgöngur. Gera verður framhjáhlaup yfir Rangá á meðan á framkvæmdum stendur.

Vegagerðin telur að framkvæmdin hafi fremur lítil umhverfisáhrif nema hvað varðar bætt umferðaröryggi vegfarenda. Tafir verða þó um tíma þegar umferð færist yfir á framhjáhlaupið. Áætlað er að verktími sé um 3 mánuðir verkinu verði lokið í september 2008.

Rangá hjá Flúðum - Kynningarskýrsla