Kynningargögn

Öryggisaðgerðir við Helluvað, Skútustaðahreppi - Kynning

12.9.2011

Vegagerðin hefur fengið leyfi hjá Umhverfisstofnun til öryggisaðgerða á Hringvegi við Helluvað í Skútustaðahreppi með bréfi dags. 12. september 2011. Leyfið er í samræmi við 3. gr. laga nr. 97/2004 um verndun Mývatns og Laxár.

Fyrirhugað er að koma fyrir víravegriðum á um 740 m kafla meðfram núverandi vegi þar sem hann liggur yfir Helluvaðsá og á bökkum Laxár og Helluvaðsár. Breikka þarf vegaxlir, lagfæra kanta og rekstrarleið sauðfjár og færa bílastæði við veginn.

Haft verður samráð við starfsmann Umhverfisstofnunar í Mývatnssveit sem mun hafa eftirlit með framkvæmdinni og að þess verði gætt að lágmarka rask utan núverandi vegar.

Kynningarskýrsla