Kynningargögn

Hringvegur í Skriðdal, Litla Sandfell - Haugaá

Kynning framkvæmda

15.10.2008

Fyrirhugaðar eru framkvæmdir á Hringvegi í Skriðdal, á milli Litla Sandfells og Haugaár. Um er að ræða 10,9 km langan kafla með 7,1 km nýbyggingu og 3,8 km endurbyggingu á núverandi vegi.

Nýbyggingarkaflinn byrjar um 1 km sunnan við Litla Sandfell þar sem vegur færist nær Grímsá. Nýbyggingarkafli endar um 150 m sunnan við ána Jóku og þaðan verður vegurinn endurbyggður að slitlagsenda skammt norðan við Haugaá.

Nýjar brýr verða byggðar yfir Þórisá, Eyrarteigsá og Jóku en einbreiðar brýr eru yfir þessar ár á núverandi vegi.

Framkvæmdin telst ekki matskyld skv. 5. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 með síðari breytingum. Kanna þarf matsskyldu skv. 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum vegna efnistöku í farvegi Jóku, sbr. lið 2a. í 2. viðauka laganna.

Áætlað er að bjóða verkið út um haustið 2008 og að framkvæmdum ljúki um seinni hluta sumars 2010.

Vegagerðin telur að framkvæmdin hafi ekki umtalsverð neikvæð áhrif á umhverfið en með henni mun umferðaröryggi aukast á þessum kafla.

Kynningarskýrsla

Yfirlitsmynd