Kynningargögn

Lagfæringar á Skagavegi (745)

16.8.2013

Vegagerðin vinnur nú að lagfæringum á Skagavegi (745), frá gatnamótum Skagastrandarvegar að Harrastöðum. Framkvæmdakaflinn er um 3,7 km langur. 

Vegurinn verður styrktur og klæddur bundnu slitlagi á þessum kafla. Veglína helst óbreytt á umræddum kafla. 

Efni í framkvæmdina er tekið úr tveimur námum, í landi Harrastaða sem er við nyrðri enda framkvæmda kafla og landi Skeggjastaða, um 4,7 km norðan við framkvæmdakafla. 

Áætlað er að verkinu verði lokið fyrir 1. október 2013.