Kynningargögn

Eyjafjarðarbraut vestri - Sandhólar - Nes

Kynning framkvæmda

29.5.2007

Vegagerðin er með skýrslu þessari að kynna fyrirhugaða vegaframkvæmd á Eyjafjarðarbraut vestri, vegnúmer 821, í Eyjafjarðarsveit í Eyjafjarðarsýslu.

Til stendur að endurbyggja og leggja bundið slitlag á veginn frá slitlagsenda sunnan Sólgarðs (Saurbæjar) að Nesi í Eyjafjarðarsveit.

Vegarkaflinn sem á að endurbyggja er um 4,12 km langur og liggur um lönd Sandhóla, Krónustaða, Hleiðargarðs og Ness, undir hlíðum Hleiðargarðsfjalls. Eins verður gatnamótum við Hólaveg (vegnúmer 826) breytt til að auka öryggi þeirra.

Áætlað er að framkvæmdir hefjist í júní 2007 og að framkvæmdir við veginn standi yfir í 1-2 mánuði. Áætluð verklok eru í lok september 2007.

Vegagerðin telur að framkvæmdin hafi fremur lítil umhverfisáhrif nema hvað varðar umferðaröryggi vegfarenda. Framkvæmdum verður hagað þannig að neikvæð áhrif þeirra verði sem minnst og haft samráð við ýmsa aðila.

Markmiðið er að auka umferðaröryggi og tryggja greiðari samgöngur á Eyjafjarðarbraut vestri. Miðað er við að vegurinn verði snjóléttari en núverandi vegur, með bundnu slitlagi og hannaður fyrir 80 km/klst. hámarkshraða.

Eyjafjarðarbraut vestri - Sandhólar - Nes - Kynning framkvæmda

Eyjafjarðarbraut vestri - Yfirlitsmynd

Eyjafjarðarbraut vestri - 2.1 Teikning

Eyjafjarðarbraut vestri - 2.2 Teikning

Eyjafjarðarbraut vestri - 2.3 Teikning