Kynningargögn

Norðausturvegur, Hófaskarðsleið - Fremri-Háls - Sævarland

Kynning framkvæmda

5.5.2008

Vegagerðin hefur óskað eftir tilboðum í annan áfanga Norðausturvegar, Hófaskarðsleiðar. Um er að ræða nýbyggingu frá núverandi Norðausturvegi á Fremri-Hálsi að slitlagsenda við Sævarland. Lengd útboðskaflans er 8,3 km.

Norðausturvegur verður byggður skv. vegtegund C1, sem er 7,5 m breiður vegur með bundnu slitlagi. Hönnunarhraði er 80-90 km/klst.

Áætlað er að framkvæmdir hefjist sumarið 2008 og þeim verði að fullu lokið fyrir 15. júlí 2009.

Sá áfangi sem hér er kynntur er annar áfangi af þremur sem felast í því að tengja saman Kópasker, Raufarhöfn og Þórshöfn með góðum heilsársvegi og koma þessum byggðum í betra vegasamband við aðra landshluta.

Bygging Norðaustursvegar (85), Hófaskarðsleiðar var matsskyld sk. lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Umhverfisráðherra úrskurðaði um framkvæmdina þann 13. mars 2006.

Kynningarskýrsla

Yfirlitskort

Grunnmynd