Kynningargögn

Norðausturvegur (85-02), um Skjálfandafljót í Kinn

12.1.2024

Skjálfandafljót í Kinn - yfirlitsmynd

Vegagerðin fyrirhugar framkvæmdir á Norðausturvegi (85) í Kaldakinn, Þingeyjarsveit. Um er ræða endur- og nýbyggingu milli Torfuness í Kaldakinn og Tjarnar í Aðaldal. Í framkvæmdinni felst, auk vegagerðar, bygging nýrrar brúar á Rangá, bygging tveggja nýrra brúa á Skjálfandafljót auk færslu vegamóta Norðausturvegar (85) og Aðaldalsvegar (845) við Tjörn í Aðaldal. Samtals verður framkvæmdin um 9 km löng, þar af telst um 2,7 til endurbyggingar núverandi vegar og 6,3 km til nýbyggingar.

Markmið framkvæmdarinnar er að auka umferðaröryggi vegfarenda og tryggja greiðari samgöngur.

Kanna þarf matsskyldu framkvæmdarinnar samkvæmt lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.

Nýr Norðausturvegur (85) um Kinn verður um 2,5 km styttri en núverandi vegur.

Ýtarlegri upplýsingar um framkvæmdina má finna í meðfylgjandi skýrslu og teikningum.


Kynningarskýrslan
Teikningar
Viðaukar