Kynningargögn

Skriðdals- og Breiðdalsvegur (95) í Múlaþingi. Ný brú á Gilsá á Völlum

20.4.2021

Teikning af nýrri brú og vegiVegagerðin kynnir fyrirhugaðar framkvæmdir við nýja 46 m langa brú á Skriðdals- og Breiðdalsvegi (95) á Gilsá á Völlum í Múlaþingi. Í tengslum við byggingu nýrrar brúar þarf að endurbyggja Skriðdals- og Breiðdalsveg á 1,2 km löngum kafla.

Núverandi brú á Gilsá er einbreið með hættulega aðkomu og því er nauðsynlegt að byggja nýja brú á nýjum stað. Fyrirhugað er að byggja nýja 46 m langa og tvíbreiða brú á Gilsá á Völlum við hlið núverandi brúar, eða um 25 m ofan hennar, auk vega sem tengja nýja brú við núverandi vegakerfi. Nýr vegur og brú verða samtals um 1,3 km löng, þar af verður 0,8 km nýlögn og 0,5 km endurbygging núverandi vegar (sjá teikningar 1-4).

Ný brú verður tengd núverandi vegakerfi með um 0,3 km löngum nýjum vegi norðan Gilsár og um 0,5 km löngum nýjum vegi sunnan árinnar. Áætluð efnisþörf nýs vegar er um 35 þús. m3 og er efnistaka fyrirhuguð úr skeringum meðfram vegi og í námum við Víná/Grímsá, Þórisá og í Grímsá við Tunguhaga og í Stekkhólmi.

Vegagerðin áætlar að vegur og brú verði byggð árið 2021 og hægt verði að taka mannvirkið í notkun haustið 2021.
Markmið framkvæmdarinnar er að auka umferðaröryggi og stuðla að greiðari samgöngum á Skriðdals- og Breiðdalsvegi. Með nýjum vegi og nýrri tvíbreiðri brú á Gilsá mun umferðaröryggi aukast til mikilla muna og umferð um svæðið verða greiðari en hún er nú.


Fylgiskjöl: