Kynningargögn

Kjalvegur (35) Hvítá - Árbúðir í Bláskógabyggð. Kynning á lagfæringum

lagfæringar á 2,9 km kafla

2.7.2015

Fyrirhugað framkvæmdasvæði á KjalvegiVegagerðin hefur tilkynnt Skipulagsstofnun um vegaframkvæmd í Bláskógabyggð. Fyrirhugað er að gera lagfæringar á 2,9 km löngum kafla á Kjalvegi (35) sem hefst 6,4 km norðan Hvítár og endar við Árbúðir. Framkvæmdasvæðið er innan þjóðlendna á miðhálendinu.


Framkvæmdin er tilkynnt til Skipulagsstofnunar í samræmi við  6. gr. laga nr.106/2000 m.s.b. um mat á umhverfisáhrifum og samkvæmt flokki B tl. 13.02 í 1. viðauka laganna: Allar breytingar eða viðbætur við framkvæmdir samkvæmt flokki A, aðrar en tilgreindar eru í tölulið 13.01, og flokki B sem hafa þegar verið leyfðar, framkvæmdar eða eru í framkvæmd og kunna að hafa umtalsverð umhverfisáhrif.

Meðfylgjandi er greinargerð með nánari upplýsingum um framkvæmdina: Kynningarskýrsla og teikningar.