Kynningargögn

Djúpadalsvegur, Vestfjarðavegur á Hallsteinsnesi - Djúpidalur

Kynning framkvæmdar

4.9.2008

Fyrirhuguð er vegaframkvæmd á Djúpadalsvegi (6087), frá væntanlegum Vestfjarðavegi á Hallsteinsnesi að núverandi Vestfjarðavegi undir Mýrlendisfjalli ásamt tengingum.

Á sama tíma er gert ráð fyrir vinnu við um 800 m kafla af nýjum Vestfjarðavegi frá Hallsteinsnesi að fyrirhuguðu brúarstæði á Djúpafirði. Framkvæmdaleyfi hefur þegar verið veitt vegna lagningar Vestfjarðavegar. Lengd framkvæmdakafla er samtals um 5,7 km og er að mestu nýbygging. Ný veglína fylgir þó að talsverðu leyti núverandi slóðum og vegum. Nýr vegur verður af vegtegund D sem er 4,0 m breiður.

Framkvæmdin telst ekki matskyld skv. 5. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 með síðari breytingum. Í samráði við Skipulagsstofnun var ákveðið að kanna skyldi matsskyldu framkvæmdarinnar með tilliti til a. liðar 13. töluliðar viðauka 2 við lög um mat á umhverfisáhrifum.

Stefnt er að því að framkvæmdir við verkið hefjist haustið 2008 og að verklok verði í maí 2009.

Vegagerðin telur að framkvæmdin hafi fremur lítil umhverfisáhrif nema hvað varðar betri samgöngur og bætt umferðaröryggi.

Kynningarskýrsla

Grunnmynd

Yfirlit yfir framkvæmdasvæðið og helstu örnefni

Yfirlitsmynd um minjar

Minjar frá Þórisstöðum að Hallsteinsneesi á leið B

Gróðurskipting á Hallsteinsnesi

Gróðurskipting í Djúpafirði