Kynningargögn

Axarvegur, Hringvegur í Skriðdal og Hringvegar um Berufjarðarbotn - kynning

Breytt lega Axarvegar milli Háubrekku og Reiðeyrar

18.2.2013

Vegagerðin kynnir hér nýja veglínu sem lögð er fram sem viðbót við áður birta matsskýrslu um umhverfismat Axarvegar, Hringvegar í Skriðdal og Hringvegar um Berufjarðarbotn í sveitarfélögunum Fljótsdalshéraði og Djúpavogshreppi.

Veglínan sem lögð er fram er 8,2 km löng og liggur frá Háubrekku í Berufjarðardal að Hringvegi við Reiðeyri við botn Berufjarðar í Djúpavogshreppi.

Í samræmi við lög nr. 106/2000 m.s.b., gr. 6, viðauka 2, lið 13a, er framkvæmdin tilkynningarskyld til Skipulagsstofnunar.

Hér fyrir neðan er greinargerð með nánari upplýsingum um framkvæmdina og ástæður þess að Vegagerðin leggur fram nýja veglínu.

Kynningarskýrsla

Teikningar