Kynningargögn

Hörgárdalsvegur, Skriða - Björg

Kynning framkvæmda

28.2.2008

Fyrirhugað er að endurbyggja, styrkja og leggja bundið slitlag á 8,6 km kafla sem hefst um 0,4 km vestan Ólafsfjarðarvegar í Arnarneshreppi og endar skammt sunnan Skriðu í Hörgárdal. Veglínan mun að mestu fylgja núverandi vegi nema á kafla milli Hólkots og Skriðu, þar sem um nýtt vegstæði verður að ræða. Á þeim kafla eru 2 valkostir til skoðunar, veglína A og veglína B.

Í tengslum við færslu veglínunnar þarf að byggja 2-3 nýjar heimreiðar, samtals um 0,76-1,06 km langar, háð vali á veglínu. Þá verða tvær einbreiðar brýr aflagðar, yfir Ytri- og Syðri-Tunguár, og ræsi sett í þeirra stað.

Framkvæmdin telst ekki matskyld skv. 5. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 með síðari breytingum. Við athugun Vegagerðarinnar hefur komið í ljós að kanna þarf matsskyldu framkvæmdarinnar skv. 6 gr. laga um mat á umhverfisáhrifum:

Skv. viðauka 2.10.c, þar sem um er að ræða vegaframkvæmd utan þéttbýlis á verndarsvæði, en á um 3,4 km kafla er framkvæmdin innan grann- og fjarsvæðis vatnsverndarsvæðisins á Vöglum í Hörgárbyggð.

Vegagerðin hefur tilkynnt Skipulagsstofnun um fyrirhugaða framkvæmd samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum.

Stefnt er að því að framkvæmdir við verkið hefjist vorið 2008 og að verklok verði sama ár. Framkvæmdinni verður ekki áfangaskipt.

Vegagerðin telur að framkvæmdin hafi fremur lítil umhverfisáhrif nema hvað varðar betri samgöngur og bætt umferðaröryggi.

Kynningarskýrsla

Teikning 1 - Yfirlitsmynd

Teikning 2 - Grunnmynd-15000

Teikning 3 - Grunnmynd-5000