Kynningargögn

Knarrarbergsvegur, Veigastaðavegur - Leifsstaðavegur

Kynning framkvæmda

10.4.2008

Vegagerðin fyrirhugar að endurbæta um 0,8 km langan kafla á Knarrarbergsvegi (8490) milli Veigastaðavegar og Leifsstaðavegar í Eyjafjarðarsveit. Núverandi vegur er mjór malarvegur og miða endurbætur að því að styrkja hann og leggja á hann bundið slitlag.

Endurbyggður vegur verður af vegtegund C2 sem er 6,5 m breiður vegur. Hönnunarhraði er 50-60 km/klst. Áætlað er að framkvæmdir hefjist vorið 2008 og að þeim verði að fullu lokið fyrir 1. ágúst 2008.

Framkvæmdin telst ekki matskyld samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.

Vegagerðin telur að framkvæmdin hafi fremur lítil umhverfisáhrif nema hvað varðar bætt umferðaröryggi og minni hljóð- og rykmengun.

Kynningarskýrsla

Afstöðumynd

Yfirlitsmynd

Grunnmynd