Kynningargögn

Hringvegur - Göngubrú við Krikahverfi í Mosfellsbæ

30.8.2011

Verkið felst í að gera nýja göngubrú yfir Vesturlandsveg suðvestan núverandi hringtorgs við Hafravatnsveg/Þverholt. Staðsetning og lega brúarinnar er í samræmi við deiliskipulag svæðanna beggja vegna Vesturlandsvegar. Um er að ræða 60m langa eftirspennta steinsteypta brú sambærilega að útliti þeirri sem nú er til staðar norðaustan hringtorgsins.

Fyllt er alveg upp að endum brúarinnar sem grundaðir eru á staurum, en grafið fyrir sökklum miðstöpuls og millistöpla sem eru sýnilegir. Beggja vegna brúarinnar verða byggðir stígar með 50 prómill halla að hámarki, auk tröpputenginga. Norðanmegin liggja stígar gegnum þéttvaxið trjásvæði, með trjám allt að 5m háum. Gert er ráð fyrir að endurplanta sem mestu af gróðri – ýmist strax á nýjum stað í nágrenni brúarinnar eða færa þær til geymslu og endurplanta í raskað svæði að lokinni landmótun.

Hluti gróðurs verður fluttur að mönum sem nýlega voru mótaðar í Ullarnesbrekkum og nýttar til umhverfisfegrunar þar. Áætlað er að framkvæmdir hefjist í byrjun september og lokið verði við smíði brúarinnar og aðliggjandi stíga með jöfnunarlagi eigi síðar 15.12.2011. Endanlegur frágangur stíga og umhverfis verður 2012.

Kynningarskýrsla

Teikning