Kynningargögn

Náma E-63 við Breiðárlón á Breiðamerkursandi í Sveitarfélaginu Hornafirði

2.9.2022

Náma yfirlitsmyndVegagerðin kynnir hér framkvæmd í Sveitarfélaginu Hornafirði. Fyrirhugað er að taka efni úr opinni námu við Breiðárlón, námu E-63 Breiðárlón.  Efnið verður nýtt í viðhald á núverandi bakkavörnum og þröskuldum Jökulsár á Breiðamerkursandi þar sem landbrot og rof í farvegi hefur ógnað samgöngum á svæðinu um langt árabil.

Fyrirhugað er að taka í áföngum um 200.000 m3 af bergi á næstu 15-20 árum. Efnið verður nýtt í að verja mannvirki og samgöngur við Jökulsá á Breiðamerkursandi og þar með tryggja öryggi gesta og annarra vegfarenda á svæðinu.

Erfitt er að segja til um nákvæma efnisþörf vegna rofvarnaraðgerða á svæðinu þar sem náttúruöflin eru ófyrirsjáanleg. Mikilvægast er að hafa efni til taks ef grípa þarf til varnaraðgerða með litlum fyrirvara.

Fyrirhugað efnistaka hefur verið tilkynnt til Skipulagsstofnunar í samræmi við lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021, viðauka 1, lið 2.02.

Vegagerðin mun stuðla að því að röskun á landi verði haldið í lágmarki og að hún takmarkist fyrst og fremst við námusvæðið sjálft. Framkvæmdum verður hagað þannig að neikvæð áhrif þeirra verði sem minnst og haft samráð við ýmsa aðila.

Kynningarskýrsla

Teikningar