Kynningargögn

Hringvegur, vegur að námu í Húsaborg í Húnaþingi vestra, kynning framkvæmda vegna könnunar á matsskyldu

20.5.2010

Vegagerðin fyrirhugar að opna nýja efnisnámu fyrir klæðingarefni í Húsaborg í landi Auðunarstaða í sveitarfélaginu Húnaþingi vestra í Vestur-Húnavatnssýslu. Í tengslum við námuvinnsluna þarf að leggja nýjan, um 1,1 km langan, námuveg.

Nýr námuvegur raskar votlendi sem er stærra en 3 ha og því var tilkynning um fyrirhugaða veglagningu að námu í Húsaborg send til Skipulagsstofnunar þann 5. maí 2010, samkvæmt 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum 106/2000, lið 10 c í viðauka 2. Ákvörðunar Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmdarinnar er að vænta 4. júní 2010.

Kynningarskýrsla

Teikningar