Kynningargögn

Skaftártunguvegur (208). Brú á Eldvatn hjá Ásum

21.12.2016

Skaftartunguvegur-kortVegagerðin kynnir hér framkvæmdir á Skaftártunguvegi (208) um Eldvatn hjá Ásum í Skaftártungu, Skaftárhreppi í Vestur-Skaftafellssýslu.

Fyrirhugað er að byggja nýja 78 m langa brú yfir Eldvatn, skammt neðan núverandi brúar. Ný brú verður tengd núverandi vegakerfi með stuttum vegum beggja vegna. Fyrirhuguð framkvæmd er samtals um 920 m löng.

Kanna þarf matsskyldu framkvæmdarinnar samkvæmt 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum, viðauka 1, lið 10.09 B, þar sem um er að ræða framkvæmd utan þéttbýlis á verndarsvæði, en fyrirhuguð framkvæmd liggur á stuttum kafla um eldhraun sem eru jarðminjar sem njóta verndar samkvæmt 61. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013.

Vegagerðin telur að framkvæmdin hafi ekki í för með sér umtalsverð áhrif á umhverfið vegna umfangs, eðlis eða staðsetningar. Framkvæmdum verður hagað þannig að neikvæð áhrif þeirra verði sem minnst, mótvægisaðgerðum verður beitt og haft samráð við ýmsa aðila.

Meðfylgjandi er greinagerð með nánari upplýsingum um framkvæmdina:

Kynningarskýrsla
Teikningar