Kynningargögn

Örlygshafnarvegur (612), Skápadalur-Patreksfjarðarflugvöllur  í Vesturbyggð

15.4.2015

Örlygshafnarvegur endurbæturVegagerðin fyrirhugar endurbætur á Örlygshafnarvegi (612) við sunnanverðan Patreksfjörð í Vesturbyggð. Fyrirhugað er að endurbyggja, lagfæra og leggja bundið slitlag á núverandi veg milli Skápadalsár og Patreksfjarðarflugvallar. 

Framkvæmdakaflinn er um 8,4 km langur og er áætluð efnisþörf í framkvæmdina um 80 þús. m3. Framkvæmdinni verður áfangaskipt og er stefnt að útboði fyrsta áfanga vorið 2016. 

Matsskylda framkvæmdarinnar hefur verið könnuð, skv. 6 gr. laga um mat á umhverfisáhrifum, og er niðurstaða Skipulagsstofnunar sú að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Framkvæmdum verður hagað þannig að neikvæð áhrif þeirra verði sem minnst og haft verður samráð við hagsmunaaðila sem framkvæmdina varðar. 

Vegagerðin telur að framkvæmdin hafi fremur lítil umhverfisáhrif nema hvað varðar betri samgöngur og bætt umferðaröryggi á veginum.