Kynningargögn

Norðausturvegur, Hófaskarðsleið - breyting á veglínu

2.7.2009

Þann 3. júní 2009 tilkynnti Vegagerðin fyrirhugaða breytingu á veglínu Norðausturvegar (85), Hófaskarðsleið, við Klapparós og Katastaði, Norðurþingi, til Skipulagsstofnunar samkvæmt 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 m.s.b. og lið 13a í 2. viðauka laganna.

Lagt er til að gerð verði breyting á vesturenda fyrirhugaðs Norðausturvegar um Hófaskarð í Norðurþingi. Breytingin verði á 1,7 km kafla frá

núverandi Norðausturvegi við Klapparós að fjárrétt í landi Katastaða. Breytingarnar eru gerðar í kjölfar dóms Hæstaréttar og til að fá veg sem veldur ekki meiri umhverfisspjöllum en veglína 150 sem kynnt var við mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Vegur samkvæmt nýrri veglínu, nr. 162, muni hafa í för með sér minni spjöll á jörðinni Katastöðum og hrauni en veglína 150 sem sýnd var á þessum kafla við mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar en mun hafa meiri sjónræn áhrif vegna skeringa í Borgarási og fyllinga sem ná út í Klapparós. Einnig er kynnt veglína 165 sem er minniháttar breyting á veglínu 150.

Könnun á matsskyldu - Skýrsla

Sjá ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu.