• Undirgöng við Sraumsvík

Reykjanesbraut - Undirgöng við Straumsvík

Vegagerðin er með skýrslu þessari að kynna fyrirhugaða framkvæmd á Reykjanesbraut (41) í Hafnarfirði. Byggð verða undirgöng undir Reykjanesbraut ásamt tilheyrandi vegtengingum.

Vegna mikillar umferðar á Reykjanesbraut er þörf á að koma fyrir undirgöngum norðaustan við núverandi innkeyrslu að Álverinu í Straumsvík. Mikilvægt er að auka öryggi umferðar um gatnamótin og aðlaga þau aðstæðum dagsins og framtíðarinnar. Með framkvæmdinni mun umferðaröryggi aukast til muna þar sem ekki þarf lengur að þvera aðra umferð til og frá svæðinu.

Framkvæmdin er í samræmi við markmið samgönguáætlunar um greiðari samgöngur og bætt umferðaröryggi og telst ekki matskyld skv. 5. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.

Unnið verður við alls um 0,6 km af nýjum vegum auk aðlögun vegamóta að nýjum undirgöngum og verður framkvæmdum hagað þannig að neikvæð áhrif þeirra verði sem minnst og haft samráð við ýmsa aðila.

Kynningarskýrsla
Teikningar
Fylgiskjöl