Kynningargögn

Vegagerð á milli Eiðis í Vattarfirði og Þverár í Kjálkafirði

Kynning á framkvæmdinni

1.4.2009

Í Samgönguáætlun er gert ráð fyrir endurnýjun Vestfjarðavegar frá Vattarfirði í Kjálkafjörð. Ríkisstjórn Íslands lýsti því yfir árið 2007, er hún kynnti svonefndar mótvægisaðgerðir vegna minni þorskkvóta, að flýta ætti vegaframkvæmdum og þessi kafli yrði boðinn út um leið og undirbúningi væri lokið.

Upphaf vegarkaflans er rétt innan við Eiði í Vattarfirði og nær hann rétt vestur fyrir Þverá í Kjálkafirði. Núverandi vegur er 24 km langur. Nýlögn vegar verður innan við 10 km hvaða leið sem valin verður. Framkvæmdin er ekki matskyld, þar sem nýlögn vegar utan þéttbýlis nær ekki 10 km að lengd. Með vísun til laga um verndun Breiðafjarðar, lög nr. 54 8/1995 og Náttúruverndarlaga, lög nr. 44/1999, þarf að kanna matskyldu framkvæmdarinnar og er tilurð þessarar kynningarskýrslu, til Skipulagsstofnunar, af þeim sprottin.

Kynningarskýrsla