Kynningargögn

Dettifossvegur, Hringvegur-Dettifoss

Kynning framkvæmda

19.5.2008

Vegagerðin hefur óskað eftir tilboðum í fyrri áfanga Dettifossvegar(F862), frá Hringvegi að Dettifossi. Fyrirhugað framkvæmdasvæði er í Skútustaðahreppi í S.-Þingeyjarsýslu og Norðurþingi í Norður-Þingeyjarsýslu.

Framkvæmdin felst í nýbyggingu Dettifossvegar á þessum kafla, nýbyggingu tenginga að Dettifossi og Hafragilsfossi, auk byggingar eins áningarstaðar við Dettifossveg og tveggja útskota. Í framkvæmdinni felst einnig gerð bílastæða við Hafragilsfoss og Dettifoss.

Framkvæmdin öll, þ.e. Dettifossvegur auk tenginga, er 25,2 km löng og liggur um land jarðarinnar Reykjahlíðar og um þjóðgarðinn í Jökulsárgljúfrum.

Bygging Dettifossvegar var matsskyld skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála úrskurðaði um framkvæmdina þann 10. apríl 2008. Matsskýrsla, teikningar og önnur fylgigögn eru aðgengileg hér.

Kynningarskýrsla

Yfirlitsmynd 1

Yfirlitsmynd 2