Kynningargögn

Upphéraðsvegur (931), Skeggjastaðir-Teigaból

24.6.2011

Vegagerðin undirbýr lagfæringar á Upphéraðsvegi á milli Skeggjastaða og Teigabóls. Um er að ræða styrkingu á núverandi vegi og lagningu bundins slitlags á um 3 km löngum kafla.


Einnig verða vegfláar lagfærðir, ræsi lengd og tveir skurðir grafnir meðfram veginum, samtals 640 m.

Efni í framkvæmdina verður tekið úr 3 námum, samtals um 11.000 m3. Námurnar eru við Skeggjastaði, Gilsá og Jökulsá í Fljótsdal.

Á meðfylgjandi teikningu má sjá framkvæmdasvæði og staðsetningu efnistökustaða.

Gera má ráð fyrir minni háttar töfum á meðan á framkvæmd stendur. Tilboð í verkið voru opnuð 15. júní 2011 og á verkinu að vera lokið fyrir 1. september 2011.