Kynningargögn

Hringvegur (1) um Morsá á austanverðum Skeiðarársandi

9.8.2016

Framkævmdasvæði við Morsá á Skeiðarársandi, yfirlitsmyndVegagerðin kynnir hér framkvæmdir á Hringvegi (1) um Morsá á austanverðum Skeiðarársandi í sveitarfélaginu Hornafirði í Austur-Skaftafellssýslu.

Fyrirhugað er að byggja nýjan veg á Skeiðarársandi, austast í fyrrum farvegi Skeiðarár. Vegurinn mun verða hluti Hringvegarins og liggja samsíða núverandi Skeiðarárbrú, en um 100 m ofar í farveginum. Nýr vegur mun tengja nýja brú á Morsá, sem nú er í byggingu, við Hringveginn. Fyrirhuguð framkvæmd er um 3,1 km löng.

Kanna þarf matsskyldu framkvæmdarinnar vegna efnistöku en gert er ráð fyrir heildarefnistöku um 106.000 m3 á samtals 47.000 m2 stóru svæði.

Vegagerðin telur að framkvæmdin hafi ekki í för með sér umtalsverð áhrif á umhverfið vegna umfangs, eðlis eða staðsetningar. Framkvæmdum verður hagað þannig að neikvæð áhrif þeirra verði sem minnst, mótvægisaðgerðum verður beitt og haft samráð við ýmsa aðila.

Meðfylgjandi er greinagerð með nánari upplýsingum um framkvæmdina, skýrsla og teikningar.