Frummatsskýrslur
  • Vestfjarðarvegur, Eiði - Þverá
    Vestfjarðarvegur, Eiði - Þverá
    Afstöðumynd

Vestfjarðavegur (60) milli Eiðis í Vattarfirði og Þverár í Kjálkafirði

20.7.2011

Vegagerðinni hefur verið falið að endurbyggja og byggja nýjan Vestfjarðaveg við norðanverðan Breiðafjörð, á kaflanum frá Eiði í Vattarfirði, um Kerlingarfjörð og Mjóafjörð að Þverá í Kjálkafirði. Framkvæmdin er í tveimur sveitarfélögum, Reykhólahreppi í Austur-Barðastrandarsýslu og Vesturbyggð í Vestur-Barðastrandarsýslu.

Núverandi vegur er 24,3 km langur en nýr vegur verður 16 - 20 km langur, háð leiðarvali í Mjóafirði og á Litlanesi. Skoðaðar hafa verið tvær leiðir, veglína A og veglína B. Nýlagning vegna veglínu A er 9,1 km en nýlagning vegna veglínu B er 8,0 km. Byggðar verða tvær nýjar brýr, önnur á Mjóafjörð en hin á Kjálkafjörð. Brú á Mjóafjörð verður 160 m löng verði veglína A fyrir valinu, en 16 m löng verði veglína B fyrir valinu. Brú á Kjálkafjörð verður 116 m löng.

Markmið framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur á Vestfjörðum. Stefnt er að því að undirbúningi framkvæmda verði lokið á árinu 2011 og að framkvæmdir geti hafist sama ár. Áætlaður framkvæmdatími verksins getur stystur orðið 2 ár.

Framkvæmdir við Vestfjarðaveg á kaflanum milli Eiðis og Þverár falla undir 6. gr. laga nr. 106/2000 m.s.b. um mat á umhverfisáhrifum, þ.e. framkvæmdir þar sem kanna þarf matsskyldu. Niðurstaða Skipulagsstofnunar um að framkvæmdin væri háð mati á umhverfisáhrifum barst 27. mars 2009.

Framkvæmdaaðili er Vegagerðin og ber hún ábyrgð á mati á umhverfisáhrifum fyrirhugaðra framkvæmda.

Vegagerðin hefur metið umhverfisáhrif vegna fyrirhugaðra framkvæmda í samræmi við matsáætlun og í samráði við ýmsa sérfræðinga. Í frummatsskýrslu er tilhögun fyrirhugaðra vegaframkvæmda lýst og umhverfisáhrif þeirra metin. Frummatsskýrslan skiptist í ellefu kafla auk þess sem teikningahefti og viðaukar fylgja henni.

Frummatsskýrsla er lögð fram til athugunar hjá Skipulagsstofnun samkvæmt lögum nr. 106/2000 m.s.b. Vegagerðin leggur fram 2 veglínur, veglínu A og veglínu B. Við athugunarferlið mun stofnunin leita umsagnar opinberra umsagnaraðila og athugasemda almennings.

Frummatsskýrslan verður auglýst í fjölmiðlum þann 26. júlí og landeigendur og aðrir hafa tækifæri til að senda athugasemdir. Athugasemdafrestur er til 6. september 2011. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Athugasemdir skulu póstlagðar eigi síðar enn þann dag, sem frestur til athugasemda rennur út.

Þá mun Skipulagsstofnun senda Vegagerðinni umsagnir og athugasemdir sem hafa borist. Í kjölfarið mun Vegagerðin vinna endanlega matsskýrslu á grundvelli frummatsskýrslu þar sem gerð verður grein fyrir framkomnum athugasemdum og umsögnum og tekin afstaða til þeirra.

Matsskýrsla verður send Skipulagsstofnun sem hefur 4 vikur til að gefa álit sitt á hvort skýrslan uppfylli lög nr. 106/2000 m.s.b. um mat á umhverfisáhrifum og hvort umhverfisáhrifum sé lýst á fullnægjandi hátt.

Frummatsskýrsla

Kynningarbæklingur - samantekt Teikning 1.  Afstöðumynd
Teikning 2.  1/2 Yfirlitsmynd. Mögulegar veglínur. / Helstu umhverfisþættir
Teikning 3.  Grunnmynd. Mögulegar veglínur 1/4 - 4/4
Teikning 4.  Grunnmynd. Gróðurkort 1/4 - 4/4
Teikning 5.  Grunnmynd. Mikilvæg vistkerfi 1/4 - 4/4
Teikning 6.  Grunnmynd, fornleifar, birkikjarr, leirur o.fl., veglína A með fyllingum og skeringum 1/11 - 11/11
Teikning 7.  Grunnmynd, fornleifar, birkikjarr, leirur o.fl., veglína B með fyllingum og skeringum 1/4 - 4/4
Teikning 8.  Jarðfræðikort
Teikning 9.  Veglínur A, B og C um Litlanes. Grunnmyndir og langsnið

Viðauki 1 - Fylgiskjöl 1 - 22
Viðauki 2 - Fornleifakönnun vegna fyrirhugaðra ganga milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar
Viðauki 3 - Greinargerð um fornleifar
Viðauki 4 - Greinargerð um ofanflóð
Viðauki 5 - Gróður í Kerlingarfirði og  Kjálkafirði
Viðauki 6 - Fuglaathuganir
Viðauki 7 - Rauðbrystingur í Barðastrandarsýslum
Viðauki 8 - Ernir í Kerlingarfirði, Kjálkafirði og Vatnsfirði (Trúnaðarskjal - ekki birt á vefnum)
Viðauki 9 - Leirur í Kjálkafirði og Mjóafirði
Viðauki 10 - Athugun á fjöru við mynni Mjóafjarðar
Viðauki 11 - Lífmassamælingar í veglínu Eiði - Þverá
Viðauki 12 - Mat á áhrifum vegaframkvæmda á landslag milli Eiðis og Þverár
Viðauki 13 - Straumlíkan