Eldvatn - vöktun á brú

Vegagerðin hefur frá því Skaftárhlaupi lauk í október 2015 staðið í ýmsum athugunum á ástandi núverandi brúar yfir Eldvatn hjá Ásum og rannsóknum á jarðfræði svæðisins. Mikið rof á austurbakka farvegarins hefur leitt til þess að brúin hefur skekkst í þeim atburðum sem áttu sér stað og hefur það áhrif á burðarþol hennar.  

Sjálfvirkt vöktun er á hreyfingum undirstöðu brúarinnar og er send út viðvörun ef hreyfingar fara yfir ákveðin mörk. Þá er austurbakki árinnar vaktaður með myndavélum þannig að hægt sé að greina ef frekara rof verður.

Brúin hefur takmarkaða burðargetu og er leyfilegur heildarþungi ökutækis á brúnni er 5 tonn og einungis ein bifreið er leyfð á brúnni samtímis.


Eldvatn - bakki
Eldvatn - brúarstólpi Línurit yfir hæðarbreytingar
  • Hæðarbreyting á brúHæðarbreyting á brú
  • HæðarbreytingHæðarbreyting